06 February 2007

Getraun daxins

Hverjir eru þarna að verki? Pissað á MR...

Takk fyrir síðast!

Jæja börnin góð.

Það var nú aldeilis gaman að sjá ykkur aftur!

Við litum ekkert smá vel út, höfum ekkert breyst (bumban, skallin, undirhakan og bingóið kemur víst ekki fyrr en á 20 ára reunioni hef ég heyrt...).

Mæting fór fram úr björtustu vonum nefndarinnar sem var við öllu búin, jafnvel því að þurfa að sitja ein að sumbli á Kjallaranum. En sú varð sem betur fer ekki raunin og töldum við milli 80-90 MH-hausa á staðnum þegar mest var.

Fyrir utan opnunarræðu nefndarinnar sem sló í gegn, þá sló Svavar Knútur á sína gítarstrengi og tók nokkur lög eins og honum er lagið (það var lagið!). Guðrún Hólmgeirs heimspekikennari átti svo salinn þegar hún brá á leik með söng um kennarastéttina og stóð sig með prýði fyrir hönd hinna kennaranna sem greinilega gleymdu að mæta. Lesnar voru kveðjur frá MH-ingum í útlöndum og tárin streymdu bæði af söknuði.

Já, þetta 10 ára free-style reunion tókst sem sagt prýðilega og það var meira að segja gaman á Celtic Cross (who would have thought!) síðar um kvöldið eftir að ljósin í Kjallaranum höfðu verið kveikt alltof snemma að margra mati.

Næst tökum við dinner og allan pakkann.
Sjáumst á förnum!
Nefndin (og allir hinir).

P.s. dæli inn myndum hægt og rólega inn á milli þess sem ég nenni að vinna...